Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. desember 2015 kl. 08:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ála­foss­veg­ur 20 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201510103

    Magnús Magnússon Álafossvegi 20 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 20 við Álafossveg í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða innréttingu fjögurra gistirýma vegna rekstrar gistiheimilis. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Á 398. fundi skipulagsnefndr þann 13.10.2015 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu erindisins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

    Sam­þykkt.

    • 2. Ástu-Sólliljugata 22-24/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201511305

      Stakkanes Stórakrika 25 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að fella niður inntaksrými í kjallara og staðsetja í bílageymslum í samræmi við framlögð gögn.

      Sam­þykkt, enda greiði um­sækj­andi fyr­ir tvær heimtaug­ar.

      • 3. Litlikriki 70,72/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201511301

        HJS Bygg Reykjabyggð 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka kjallara húsanna nr. 70 og 72 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss nr. 70, 14,1 m2, 39,5 m3. Stækkun húss nr. 72, 14,1 m2, 39,5 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Stórikriki 56 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201511015

          Borgþór Björgvinsson Stórakrika 56 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka aukaíbúð í húsinu nr. 56 við Stórakrika úr 58,4 m2 í 95,6 m2 en í deiliskipulagi hverfisins er leyfð stærð aukaíbúða 60,0 m2. Á 400. fundi skipulagsnefndar þ. 10. nóvember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

          Synjað.

          • 5. Undra­land /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­ar.201511256

            Erla Ólafsdóttir Undralandi Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á kjallararými 0005 í húsinu Undraland landnr. 123747 í samræmi við framlögð gögn.

            Sam­þykkt.

            • 6. Vefara­stræti 7-11/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201512003

              Varmárbyggð Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi til að fjölga íbúðum í húsinu um eina og fyrir ýmsum útlits- og fyrirkomulagsbreytingum í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir húss breytast ekki. Á 399. fundi skipulagsnefndar þann 27.10.2015 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fjölga íbúðum um eina þar sem um er að ræða óveruleg frávik fá deiliskipulagi. Umfjöllun um gjaldtöku fyrir aukaíbúð er vísað til bæjarráðs.

              Sam­þykkt.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.