6. maí 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarhátíðin Í túninu heima 2013201304390
Sameiginlegur undirbúningsfundur þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar með framkvæmdastjóra bæjarhátíðar.
Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðarinnar og fór yfir drög að dagskrá 2013.
Þróunar- og ferðamálanefnd og menningarmálanefnd fór yfir dagskrána og kom athugasemdum á framfæri við skipuleggjendur hátíðarinnar.
2. Menningarhaust201305046
Til umfjöllunar menningarviðburðurinn Menningarhaust 2013 á sameiginlegum fundi þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar.
Hugmyndir um menningarhaust 2013 kynntar í báðum nefndum og lagt til að kanna samstarfsmöguleika við ferðaþjónustuaðila í bænum um þennan viðburð.
3. 17. júní 2013201304445
Hátíðaðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2013
Kynnt drög að dagskrá þjóðhátíðarhaldanna 2013. 17. júní hátíðarhöldin verða með hefðbundnu sniði.
4. Sumartorg 2013201305017
Sumartorg 2013
Kynnt drög að dagskrá sumartorga.
5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til menningarmálanefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.
Lagt fram.