7. febrúar 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) vara áheyrnarfulltrúi
- Bergljót Kristín Ingvadóttir áheyrnarfulltrúi
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Karl Ásbjörn Hjartarson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi SSH varðandi tillögur verkefnahóps SSH ( verkefnahópur 4 ) málefni innflytjenda201112338
Bæjarráð samþykkti að vísa erindi SSH - vinnuhóps um málefni innflytjenda - til fjölskyldunefndar og fræðslunefndar til umsagnar.
Fræðslunefnd tekur undir tillögur vinnuhóps um samstarfsverkefni um málefni innflytjenda og telur að það gæti verið til framdráttar fyrir íbúa Mosfellsbæ. Mikilvægt er þó að tryggt sé að kostun þeirra verkefna sem hér liggja fyrir sé tryggð áður en lagt er af stað í framkvæmd þeirra. Fræðslunefnd leggur jafnframt til að áhersla verði lögð á þarfir barna í þessum verkefnum og leggur einnig til að erindið fari til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
2. Fréttabréf Lágafellsskóla201201593
Lagt fram til kynningar
<DIV><DIV>Lagt fram. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með fréttabréfin.</DIV></DIV>
3. Samræmd könnunarpróf 2011201201222
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Niðurstöður samræmdra könnunarprófa lagðar fram.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með góðan árangur sem kemur fram hjá meirihluta barna í Mosfellsbæ. Engu að síður er árangur einstakra nemendahópa lakari en í sambærilegum sveitarfélögum. Fræðslunefnd fagnar því að Skólaskrifstofa og skólarnir grípi til aðgerða til að styrkja nemendahópa sem á því þurfa að halda. Fræðslunefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framgöngu verkefnisins.
4. Samstarfssamningur á milli Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Listaskóla Mosfellsbæjar 2012-2013201112343
Samningur lagður fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamninginn við Myndlistarskólann.