5. október 2011 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Karl Tómasson 1. varamaður
- Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Í samræmi við niðurstöður 11. fundar lýðræðisnefndar er næsti fundur nefndarinnar boðaður þann 5. október nk. og verður fundurinn haldinn í "Kaffihúsinu á Álafossi" en þar verður í boði viðurgjörningur fyrir fundarmenn. Fundurinn hefst kl. 16:00. Starfsmenn eru búnið að fella athugasemdir frá síðasta fundi inní drögin sem fylgja þessu fundarboði.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, HS, ASG, JJB og KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>1. Farið yfir fyrirliggjandi drög að lýðræðisstefnu<BR>Formaður setti fundinn og fór yfir þær breytingar sem voru gerðar á lýðræðisstefnu í samræmi við fundargerð lýðræðisnefndar frá 27. september 2011. Hann nefndi að þessi stefna væri sú fyrsta sinnar tegundar hjá Mosfellsbæ. Stefnan er afrakstur vinnu nefndarinnar og mótuð af ólíkum sjónarmiðum þar sem mæst var á miðri leið. Stefnan er ekki meitluð í stein og myndi því væntanlega taka einhverjum breytingum í tímans rás og í samræmi við ábendingar og annað sem kemur upp í tengslum við innleiðingu stefnunnar. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós starfsmanna og kjörinna fulltrúa í að tryggja lýðræði í Mosfellsbæ. Hann lagði til að stefnan yrði afgreidd til samþykktar í bæjarstjórn.</DIV><DIV>HS nefndi að þessi stefna verði Mosfellsbæ til framdráttar og að mikilvægt sé að virkja íbúa og hún nefndi sérstaklega unga fólkið, til virkrar þátttöku í lýðræðismálum bæjarins. Hún þakkar fyrir samstarfið og tók verður fjarverandi á bæjarstjórnarfundinum í lýðræðisviku. </DIV><DIV>ASG þakkar kærlega fyrir samstarfið og þakkar öllum þeim sem komu að gerð stefnunnar. Hún nefndi að ef hvert og eitt hefði gert stefnuna út frá eigin brjósti væri hún kannski öðruvísi, en að stefnan sé mikilvægt skref. </DIV><DIV>JJB nefndi að þetta væri hænuskref í átt að gagnsæi en þó ekki í lýðræðisátt. Það er auðveldara aðgengi að sveitarstjórnarmönnum en þingmönnum. Það vantar valddreifingu, að íbúarnir geti verið með virkt og skilgreint aðhald. Erum ekki að fara lengra en sveitarstjórnarlögin segja til um. </DIV><DIV>KT sagði að til að geta búið til eitt gott lag þurfa menn stundum að mætast á miðri leið og stefnan er gott dæmi um það. </DIV><DIV><BR>2. Lýðræðisstefna afgreidd<BR>Lögð voru fram lokadrög að lýðræðisstefnu þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda sem ræddar voru á síðasta fundi lýðræðisnefndar þann 27. september síðastliðinn. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lokadrög verði samþykkt sem lýðræðisstefna Mosfellsbæjar. </DIV><DIV><BR>Þetta er síðasti fundur þessarar nefndar sem var stofnuð um þetta verkefni. Nefndin þakkar öllum þeim aðilum, bæjarbúum, sérfræðingum, starfsfólki sem og öðrum sem komu að vinnunni fyrir sitt framlag. </DIV></DIV></DIV>