5. janúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Einingaverksmiðjan ehf fyrirspurn um lóð201701002
Einingaverksmiðjan, fyrirspurn um lóð
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem núverandi skipulag Mosfellsbæjar gerir ekki ráð fyrir lóð undir starfsemi sem þessa.
2. Hvatning til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og húsnæðismála201612130
Erindi frá formanni og framkvæmdastjóra Þroskahjálpar um húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
Bæjarráð þakkar bréfið og sendir það til upplýsingar til framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Álagning fasteignagjalda - beiðni um endurgreiðslu201612173
Ósk um endurgreiðslu fasteignagjalda
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns.
4. Desjamýri 9 /Umsókn um lóð201602186
Víghóll ehf. óskar eftir að fá að skila lóðinni Desjamýri 9.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila Víghóli ehf. að skila lóðinni Desjamýri 9.
5. Umsókn um lóð / Aðaltún nr 4201612274
Umsókn um lóð við Aðaltún 4
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem umrædd lóð hefur ekki verið auglýst laus til úthlutunar.