4. júní 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) varaformaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta-og tómstundafélaga
Upplýsingar sem að Íþrótta- og tómstundafélögum Mosfellbæjar skila inn til nefndarinnar skv. samningum lagðar fram.
Nefndin hrósar félögum fyrir vel unnin gögn.2. Fjölskyldutímar201506023
Hugmynd að fjölskyldutímum í íþróttamiðstöðvum kynnt.
Hugmynd að fjölskyldutímum í íþróttamiðstöðinni að Varmá kynnt og rædd. Vel tekið í hugmyndina vilji fyrir því að henni verði komið framkvæmd í haust. Íþróttafulltrúa falið að vinna því að gera hana að veruleika og ræða við þá sem að málið gæti varðað.
3. Vímuefnanotkun ungs fólks í Mosfellsbæ201503347
Kynning á niðurstöðum vímuefnanotkunar ungs fólks í Mosfellsbæ.
Niðurstöður rædda. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni á jákvæðri þróunn í Mosfellsbæ síðustu ár. Starfsmönnum falið að senda skýrsluna á stjórnir íþrótta-og tómstundafélaga í Mosfellbæ.
4. Könnun á þátttöku í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Ból 2015201505024
Kynnt verður könnun sem að lögð var fyrir grunnskólanemendur í Mosfellsbæ um þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar Ból
Tómstundafulltrúi leggur fram og kynnir könnun sem að lögð var fram í vetur í Grunnskólum Mosfellsbæjar um þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar Ból.