Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. september 2011 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Haraldur Sverrisson formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Karl Tómasson 1. varamaður
  • Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
  • Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið

Fundargerð ritaði

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar201011056

    Úr­vinnsla starfs­manna á breyt­ing­ar­til­lög­um Jóns Jós­efs rædd­ar. Drög að lýð­ræð­is­stefnu voru af­greidd úr nefnd­inni. Jón Jósef Bjarna­son ger­ir eft­ir­far­andi at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi drög að lýð­ræð­is­stefnu:

    2.c: Skylt er að efna til bind­andi íbúa­kosn­ing­ar um mál­efni óski 10% íbúa þess eða 2/7 sveit­ar­stjórn­ar­manna. Ekk­ert mál­efni er und­an­skil­ið og get­ur hvaða íbúi sem er haft frum­kvæði að mál­inu. Nið­ur­stöð­ur íbúa­kosn­inga eru ávallt bind­andi. Kosn­ing­arn­ar skulu vera ra­f­ræn­ar <BR>4. Lýð­ræð­is­stefna er á for­ræði bæj­ar­ráðs og hef­ur stað­ar­dag­skrár­full­trúi á bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar um­sjón með fram­kvæmd henn­ar.&nbsp; <BR>Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:<BR>i.Ár­lega verði skip­uð 10 manna lýð­ræð­is­nefnd sjálf­boða­liða með slembiúr­taki kosn­inga­bærra Mos­fell­inga sem hef­ur það hlut­verk að fylgja eft­ir að gagn­sæi gagn­vart bæj­ar­bú­um sé fram­fylgt og lýð­ræð­is­stefn­an virt. Stað­aldag­skrár­full­trúi boði fyrsta fund nefnd­ar­inn­ar Komi til íbúa­kosn­inga sér nefnd­in um fram­kvæmd henn­ar gegn þókkn­un.

    ii. Í des­em­ber ár hvert skili nefnd­in grein­ar­gerð til bæj­ar­ráðs þar sem far­ið er yfir hvern­ig kjörn­ir full­trú­ar og starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hafa stað­ið sig í að fram­fylgja stefn­unni.

    iii. Við sama tæki­færi leggi nefnd­in fram til­lög­ur til úr­bóta sé þess þörf.

    &nbsp;

    Al­menn­ur íbúa­fund­ur um drög að lýð­ræð­is­stefnu verði hald­inn þriðju­dag­inn 20. sept­em­ber kl. 20.&nbsp;

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00