2. september 2011 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Karl Tómasson 1. varamaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið
Fundargerð ritaði
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Úrvinnsla starfsmanna á breytingartillögum Jóns Jósefs ræddar. Drög að lýðræðisstefnu voru afgreidd úr nefndinni. Jón Jósef Bjarnason gerir eftirfarandi athugasemdir við fyrirliggjandi drög að lýðræðisstefnu:
2.c: Skylt er að efna til bindandi íbúakosningar um málefni óski 10% íbúa þess eða 2/7 sveitarstjórnarmanna. Ekkert málefni er undanskilið og getur hvaða íbúi sem er haft frumkvæði að málinu. Niðurstöður íbúakosninga eru ávallt bindandi. Kosningarnar skulu vera rafrænar <BR>4. Lýðræðisstefna er á forræði bæjarráðs og hefur staðardagskrárfulltrúi á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar umsjón með framkvæmd hennar. <BR>Leitast verður við að ná þessu markmiði með því að:<BR>i.Árlega verði skipuð 10 manna lýðræðisnefnd sjálfboðaliða með slembiúrtaki kosningabærra Mosfellinga sem hefur það hlutverk að fylgja eftir að gagnsæi gagnvart bæjarbúum sé framfylgt og lýðræðisstefnan virt. Staðaldagskrárfulltrúi boði fyrsta fund nefndarinnar Komi til íbúakosninga sér nefndin um framkvæmd hennar gegn þókknun.
ii. Í desember ár hvert skili nefndin greinargerð til bæjarráðs þar sem farið er yfir hvernig kjörnir fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar hafa staðið sig í að framfylgja stefnunni.
iii. Við sama tækifæri leggi nefndin fram tillögur til úrbóta sé þess þörf.
Almennur íbúafundur um drög að lýðræðisstefnu verði haldinn þriðjudaginn 20. september kl. 20.