6. desember 2016 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Guðrún Birna Sigmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Stöðuskýrsla Skátafélagsins Mosverja vegna stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ
Farið yfir stöðuskýrslu Skátafélagsins Mosverja vegna stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ.
Ævar Aðalsteinsson verkefnisstjóri verkefnisins kom á fundinn og kynnti stöðu mála.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið, leggur til að samstarfi við Skátafélagið verði framhaldið og lögð áhersla á reglulegt viðhald gönguleiðanna.Gestir
- Ævar Aðalsteinsson
2. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2016201611023
Umræða um nýliðinn ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar sem haldinn var í Hvalfjarðasveit þann 10. nóvember 2016
Rætt um fyrirlestra og umræður á ársfundi náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar og fund umsjónaraðila friðlýstra svæða.
Umhverfisnefnd leggur til að haldinn verði opinn kynningarfundur fyrir umhverfisnefnd, skipulagsnefnd og tengda aðila um ný náttúruverndarlög, þar sem farið væri yfir helstu breytingar á lögunum varðandi sveitarfélög.3. Blágrænar ofanvatnslausnir201611139
Kynning á leiðbeiningabæklingi um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í skipulagi nýrra hverfa
Umræður um málið.
Umhverfisnefnd hvetur til að þessi aðferðafræði verði nýtt í Mosfellsbæ þar sem því verður við komið. Ennfremur leggur nefndin til að skipulagsnefnd fái kynningu á þessum leiðbeiningabæklingi.