3. febrúar 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Hreiðar Örn Gestsson aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Jón Jóel Einarsson vara áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda.201012038
Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda lagt fram.
Lagt fram erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, BÁ, TGG
Umhverfisstjóra falið að útbúa svar til Umhverfisráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum og senda á nefndarmenn til staðfestingar.
2. Starfsemi umhverfissviðs 2010201101145
Skýrsla fyrir starfsemi umhverfissviðs 2010 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar skýrsla fyrir starfsemi umhverfissviðs 2010.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, BÁ, TGG
3. Norræn samkeppnis- og umhverfisstefna, skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna201011131
Skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna um samspil samkeppnisstefnu og umhverfisstefnu lögð fram til kynningar
Lögð fram til kynningar skýrsla norrænu samkeppniseftirlitana um samspil samkeppnisstefnu og umhverfisstefnu.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, BÁ, TGG
4. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar201012035
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, þar sem fram kemur ósk um að sveitarfélagið skili árlega inn skýrslu um störf sín til Umhverfisstofnunar.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, þar sem fram kemur ósk um að sveitarfélagið skili árlega inn skýrslu um störf sín til Umhverfisstofnunar.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, BÁ, TGG
Umhverfisstjóra falið að útbúa skýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar (umhverfisnefndar) fyrir árið 2010 og senda á nefndarmenn til samþykktar.
5. Aðalskoðun leikvalla í Mosfellsbæ 2010201012016
Skýrsla innri aðalskoðunar leikvalla í Mosfellsbæ 2010 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar skýrsla umhverfissviðs Mosfellsbæjar um aðalskoðun leikvalla 2010.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, BÁ, TGG
7. Fyrirkomulag úrgangsmála í Mosfellsbæ 2010201012055
Fyrirkomulag sorphirðumála í Mosfellsbæ kynnt fyrir umhverfisnefnd. Málinu var frestað á 121. fundi umhverfisnefndar.
Kynning á fyrirkomulagi sorphirðumála í Mosfellsbæ.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, TGG
Jón Jóel Einarsson yfirgaf fundinn.
Umhverfisnefnd mun halda áfram umræðu um sorphirðumál á næsta fundi nefndarinnar.
8. Staðardagskrá 21 - endurskoðun aðgerðaráætlunar 2009200910637
Samkvæmt minnisblaði verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21 hefur verkefnisstjórn lokið störfum sínum og hefur bæjarstjórn vísað málinu til umhverfisnefndar til meðferðar.
Vinnu við framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ vísað til umhverfisnefndar Mosfellsbæjar til frekari afgreiðslu.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, BÁ, TGG
Frestað
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Skipulags- og byggingarnefnd vísaði 23. nóvember 2010 fyrirliggjandi drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi 2009-2030 til umsagnar sviða og nefnda bæjarins. Um er að ræða eftirtalin gögn: Þéttbýlisuppdráttur 1:15.000, Sveitarfélagsuppdráttur 1:50.000, Greinargerð - stefna og skipulagsákvæði (Drög, maí 2010) og Umhverfisskýrsla (Drög, sept. 2010). (Ath: Minnt er á kynningarfundinn í Listasal Mosfellsbæjar kl. 17:00 í dag, þriðjudag, 1. febrúar, þar sem Gylfi Guðjónsson skipulagsráðgjafi gerir grein fyrir því helsta sem er á ferðinni í endurskoðuðu aðalskipulagi.)
Lögð fram til umsagnar drög að endurskoðuðu aðalskipulagi 2009-2030.
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar kom á fundinn og kynnti í grófum dráttum endurskoðun aðalskipulagsins.
Til máls tóku BBj., ÖJ, KDH, HÖG, JJE, SP, BÁ, TGG
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að allar framkvæmdir og breytingar á hverfisverndarsvæðum verði háðar umsögn umhverfisnefndar, en ekki aðeins Skipulags- og bygginganefndar og bæjarstjórnar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að fela umhverfisstjóra að leggja fram drög að umsögn umhverfisnefndar í samræmi við umræður á fundinum og senda með rafrænum pósti á nefndarmenn og kalla eftir athugasemdum.