Mál númer 202505698
- 25. júní 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #875
Lögð er fram til afgreiðslu ósk Arnar Elíasar Guðmundssonar, eiganda Fellshlíðar, um afnot um 5.250 m2 bæjarlands sunnan Fellshlíðar að íbúðarhúsalóðum Úugötu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 633. fundar skipulagsnefndar staðfest á 875. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. júní 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #633
Lögð er fram til afgreiðslu ósk Arnar Elíasar Guðmundssonar, eiganda Fellshlíðar, um afnot um 5.250 m2 bæjarlands sunnan Fellshlíðar að íbúðarhúsalóðum Úugötu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar með fimm atkvæðum ósk málsaðila um afnot lands sveitarfélagsins sunnan Fellshlíðar. Nefndin telur umrædda ósk geta haft óljós áhrif á sérbýlishúsalóðir í Úugötu sem klárar eru til uppbyggingar. Einnig telur nefndin málið hugsanlega fordæmisgefandi í ljósi þess að ekki liggur fyrir skýr stefna eða verklag sveitarfélagsins um afnot einstaklinga af landi með umræddum hætti.
- 11. júní 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #874
Lögð er fram til afgreiðslu ósk Arnar Elíasar Guðmundssonar, eiganda Fellshlíðar, um afnot bæjarlands sunnan Fellshlíðar að íbúðarhúsalóðum Úugötu.
Afgreiðsla 632. fundar skipulagsnefndar staðfest á 874. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. júní 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #632
Lögð er fram til afgreiðslu ósk Arnar Elíasar Guðmundssonar, eiganda Fellshlíðar, um afnot bæjarlands sunnan Fellshlíðar að íbúðarhúsalóðum Úugötu.
Frestað vegna tímaskorts.