5. maí 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
- Hugrún Elvarsdóttir aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2021202204506
Lögð fram ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2021, ásamt starfsáætlun fyrir árið 2022. Björn Traustason formaður skógræktarfélagsins kemur á fundinn
Ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2021 og starfsáætlun fyrir 2022 lögð fram til kynningar. Björn Traustason formaður félagsins kom á fundinn og kynnti málið.
Gestir
- Björn Traustason
2. Upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi í apríl 2022202204473
Lagt fram til kynningar bréf Matvælastofnunar með upplýsingum um viðbrögð vegna fuglaflensu í veikum eða dauðum fuglum.
Erindi Matvælastofnunar varðandi viðbrögð vegna fuglaflensu lagt fram til kynningar.
3. Skýrsla um lífríki Varmár202204431
Lögð fram til kynningar skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs um lífríki Varmár, sem unnin var fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Veitur ohf.
Skýrsla NÍ um lífríki Varmár lögð fram til kynningar.