Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. febrúar 2023 kl. 11:45,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bjark­ar­holt 32-34 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202212274

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Render 2 ehf., fyrir steinsteypt fjölbýlishús með 100 öryggisíbúðum á fjórum hæðum ásamt kjallara og bílgeymslu við Bjarkarholt 32-34, í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar eða skipulagsfulltrúa á 491. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem að fjöldi fermetra í kjallara húss er umfram það sem heimilt er skv. deiliskipulagi lóðarinnar, staðfest 08.12.2021.

    Sam­kvæmt deili­skipu­lagi Bjark­ar­holts 32-34 er gert ráð fyr­ir að heild­ar­fjöldi fer­metra lóð­ar, ofan- og neð­anjarð­ar, séu mest 11.900 m². Að­al­upp­drætt­ir húss sýna bygg­ingu að heild­ar­fer­metr­um 11.776,5 sem sam­ræm­ist sam­an­lögð­um heim­ild­um. Kjall­ari og bíl­geymsla er á upp­drátt­um sam­tals 3.827 m² eða 827 m² um­fram að sem deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Fjölg­un fer­metra í kjall­ara rúm­ast inn­an bygg­ing­ar­reit­ar og heild­ar­fer­metra­fjölda bygg­ing­ar sam­kvæmt deili­skipu­lagi. Með hlið­sjón af 5.8.4. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 tel­ur skipu­lags­full­trúi frá­vik skipu­lags óveru­legt þar sem land­notk­un, nýt­ing­ar­hlut­fall, út­lit, formi, út­sýn, skugga­varp eða inn­sýn breyt­ist ekki vegna um­ræddra fer­metra í kjall­ara sem ekki verða sýni­leg­ir.
    Í ljósi rök­stuðn­ings sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, með vís­an af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að víkja frá kröfu um breyt­ingu deili­skipu­lags og grennd­arkynn­ingu skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslag nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að sam­þykkja bygg­ingaráform og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
    Máls­að­ili skal greiða þann hugs­an­lega kostn­að sem af sam­þykkt­inni hlýst, í sam­ræmi við sam­þykkt­ir og gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00