31. maí 2019 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 31 breyting inni íbúð 0101 /Umsókn um byggingarleyfi201903489
Sigrún Linda Þorgeirsdóttir Gerplustræti 31 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta vegna innra skipulags íbúðar 0101 í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt.
2. Reykjamelur 7 og Asparlundur 9, Umsókn um byggingarleyfi.201706319
BBD ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðauppdrátta parhúss á lóðunum Reykjamelur nr. 7 og Asparlundur nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
3. Vogatunga 5 /Umsókn um byggingarleyfi.201902253
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Vogatunga nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 305,8 m², 927,2 m³.
Samþykkt.
4. Vogatunga 47-51 /Umsókn um byggingarleyfi.201702254
Akrafell ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga á áður samþykktum aðaluppdráttum Vogatungu nr. 47-51 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.