Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. september 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
 • Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
 • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
 • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
 • Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
 • Auður Halldórsdóttir menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið
 • Arnar Jónsson menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar - sýn­ing­ar 2024202305779

  Tillaga að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 lögð fram. Maddý Hauth umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.

  Menn­ing­ar- og lýðræðisnefnd sam­þykk­ir til­lögu að um­sjón­ar­manns Lista­sal­ar Mos­fells­bæj­ar og for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála að sýn­ing­ar­haldi í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar 2024.

  Gestir
  • Maddý Hauth
  • 2. Fjár­hags- og fjár­fest­ingaráætl­un 2024 - und­ir­bún­ing­ur með menningar- og lýðræðisnefnd202306607

   Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024. Menningar- og lýðræðisnefnd ræðir áherslur nefndarinnar í fjárhagsáætlanagerð.

   Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd fór yfir und­ir­bún­ing að fjár­hags- og fjár­fest­inga­áætlun 2024-2027 og sam­þykkti til­lög­ur um áherslu­verk­efni á næsta ári.
   Fjár­magn verði lagt í þátt­töku­há­tíð­ina Menn­ing í mars. Far­ið verði í þarf­agrein­ingu vegna að­stöðu til að styðja við fjöl­breytta menn­ing­ar­starfs­semi í Mos­fells­bæ. Hlut­ur barna í há­tíð­inni Menn­ing í mars verði auk­inn í sam­starfi við skóla í Mos­fells­bæ.
   Frek­ara fjár­magn verði lagt í við­burði í des­em­ber í tengsl­um við jóla­garð við Hlé­garð, jóla­markað og við­burði á Hlé­garðstúni.
   Áfram verði unn­ið að þró­un og út­færslu á sögu­kvöld­um í Hlé­garði og Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar verði vett­vang­ur fyr­ir list­ræna ný­sköp­un til dæm­is með tækja­kaup­um.

   • 3. Op­inn fund­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar 2023202309453

    Umræður um tíma­setn­ingu og fyr­ir­komu­lag op­ins fund­ar menningar- og lýðræðisnefndar 2023.

    Sam­þykkt að op­inn fund­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar fari fram í Hlé­garði 28. nóv­em­ber.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:58