5. janúar 2021 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bílastæði og leikvöllur Lækjarhlíð202001342
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu að breyttu deiliskipulagi fyrir bílastæði og leikvöll í Lækjarhlíð og Klapparhlíð, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins, í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu, auk þess að vera aðgengileg á upplýsingatorgi. Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.
2. Bogatangi bílaplan - deiliskipulagsbreyting202010066
Skipulagsnefnd samþykkti á 527. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu að breyttu deiliskipulagi fyrir bílaplan norðan við Bogatanga fyrir nýtt flokkunarsvæði fyrir grenndargáma, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins, í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu, auk þess að vera aðgengileg á upplýsingatorgi. Kynningarbréf voru send í Bollatanga 12, 14, 16, 18, 20 og Grundartanga 17. Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.