7. júní 2019 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðufljót 9 /Umsókn um byggingarleyfi.2018084453
Karina ehf., Breiðahvarf 5 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum fyrir Bugðufljót nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
2. Hraðastaðavegur 17, Umsókn um byggingarleyfi.201806054
Kjartan Jónsson Dunki 371 Búðardal sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni Hraðastaðavegur nr.17, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
3. Laxatunga 70, Umsókn um byggingarleyfi201808004
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr timbri færanlega kennslustofu á lóðinni Laxatunga nr. 70, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 78,6 m², 244,30 m³
Samþykkt
4. Leirvogstunga 13, Umsókn um byggingarleyfi.201903192
Fagverk ehf. Spóahöfða 18 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr Steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 231,1 m², 856,3 m³.
Samþykkt.
5. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi201902204
Byggingarfélagið Upprisa ehf. Háholti 14 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og notkunar húsnæðis ásamt því að byggja við norðurhlið á lóðinni Þverholt nr.1 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 22,2 m², 86,9 m³.
Samþykkt.