21. ágúst 2020 kl. 11:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjavegur-Gangstígar og götulýsing-Gatnagerð201912120
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg norðan við Reykjaveg, milli Reykjabyggðar og Bjargsvegs, yrði kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi íbúa. Bréf var borið út í Reykjabyggð 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 15 og 16. Athugasemdafrestur var frá 10.06.2020 til og með 09.07.2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skipulagsfulltrúa heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi nr. 516.