Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. september 2023 kl. 10:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
 • Þór Sigurþórsson

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ála­foss­veg­ur 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202306004

  Húsin í bænum ehf. Gilsárstekk 7 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta eignarhluta 0302 í við Álfossveg nr. 23. Sótt er um breytta nokkun húsnæðis úr vinnustofu í íbúðarrými.

  Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og skipu­lags­nefnd­ar vegna túlk­un­ar deili­skipu­lags­skil­mála á grund­velli ákvæða gr. 2.4.2 í bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

  • 2. Hamra­brekk­ur 11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202307340

   Blueberry Hills ehf. sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær geymslur á frístundalóðinni Hamrabrekkum 11. Stærðir: samtals 30,0 m².

   Synjað. Lóð­in að Hamra­brekk­um telst full­byggð, sam­tals 130,0 m², með vís­an í gild­andi að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Um­sókn­inni fylgdu ekki full­nægj­andi gögn sam­kvæmt 2.4.1. gr. bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar nr. 112/2012.

   • 3. Huldugata 2-4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202309465

    Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 30 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum á lóðinni Huldugata nr. 2-4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 2322,2 m², 7.256,1 m³.

    Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

    • 4. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202309358

     Andri Ingólfsson Markholti 13 sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu við einbýlishús á lóðinni Markholt nr.13 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 13,4 m², bílgeymsla 31,9 m², 172,5 m³.

     Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30