9. janúar 2020 kl. 7.30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni vegna Orkuveitu SB/01201911349
Lögð fram umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Land-Lögmanna ehf.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.
2. Lynghólsveita201912237
Erindi frá eigendum sumarhúsa við Lynghól um yfirtöku Lynghólsveitu
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Uppsögn á samningi um rekstur.201703001
Tímabundið framlag heilbrigðisráðuneytisins til reksturs Hamra.
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lagt fram og kynnt.
4. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda202001019
Heiðarhvammur - Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að afgreiða málið en niðurstaða þess verði kynnt bæjarráði.
5. Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17201912244
Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að afgreiða málið en niðurstaða þess verði kynnt bæjarráði.
6. Ósk um kaup á heitu vatni201912340
Ósk um kaup á heitu vatni
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.
7. Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 - beiðni um umsögn201912125
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um samgönguáætlun 2020-2024
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda umsögn um þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og að fela lögmanni Mosfellsbæjar að rita ráðuneyti samgöngumála bréf um efnislega sömu atriði.
8. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020201912076
Minnisblað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1427. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2001_02 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólabyggingar og íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.9. Beiðni um styrk201912353
Beiðni um styrk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu en benda bréfritara á að fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar veitir árlega styrki sem varða velferðar- og heilbrigðismál.
10. Umsókn vegna leyfis til nýtingar lóðar ofan Tungumela201909273
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns lögð fram.
Samþykkt með 2 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að vinna drög að samningi við Vöku sem byggi á þeim takmörkunum sem lagðar eru til í framlögðu minnisblaði og leggja þau samnningsdrög fram í bæjarráði.