Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. janúar 2020 kl. 7.30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Beiðni vegna Orku­veitu SB/01201911349

    Lögð fram umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Land-Lögmanna ehf.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

    • 2. Lyng­hólsveita201912237

      Erindi frá eigendum sumarhúsa við Lynghól um yfirtöku Lynghólsveitu

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 3. Upp­sögn á samn­ingi um rekst­ur.201703001

      Tímabundið framlag heilbrigðisráðuneytisins til reksturs Hamra.

      Minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs lagt fram og kynnt.

      • 4. Ósk um nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda202001019

        Heiðarhvammur - Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að af­greiða mál­ið en nið­ur­staða þess verði kynnt bæj­ar­ráði.

      • 5. Kæra til Yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd­ar vegna Völu­teigs 17201912244

        Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að af­greiða mál­ið en nið­ur­staða þess verði kynnt bæj­ar­ráði.

      • 6. Ósk um kaup á heitu vatni201912340

        Ósk um kaup á heitu vatni

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

      • 7. Þings­álykt­un um sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2020-2024 - beiðni um um­sögn201912125

        Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um samgönguáætlun 2020-2024

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að senda um­sögn um þings­álykt­un um sam­göngu­áætlun fyr­ir árin 2020-2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað og að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að rita ráðu­neyti sam­göngu­mála bréf um efn­is­lega sömu at­riði.

        • 8. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2020201912076

          Minnisblað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1427. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 800.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2001_02 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

          Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­bygg­ing­ar og íþrótta- og tóm­stunda­mann­virkja.
          Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

        • 9. Beiðni um styrk201912353

          Beiðni um styrk.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu en benda bréf­rit­ara á að fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar veit­ir ár­lega styrki sem varða vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­mál.

        • 10. Um­sókn vegna leyf­is til nýt­ing­ar lóð­ar ofan Tungu­mela201909273

          Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns lögð fram.

          Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að vinna drög að samn­ingi við Vöku sem byggi á þeim tak­mörk­un­um sem lagð­ar eru til í fram­lögðu minn­is­blaði og leggja þau samnn­ings­drög fram í bæj­ar­ráði.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 9.21