31. janúar 2023 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlíðartún 2A-2B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202212397
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir nýbyggingu parhúss að Hlíðartúni 2A-2B, í samræmi við gögn dags. 01.02.2019. Undirbúin var grenndarkynning fyrir skráða og þinglýsta húseigendur að Hlíðartúni 2, 2A-2B, Aðaltúni 6, 8, 10, 12, 14, 16 og Lækjartúni 1. Mosfellsbæ hafa borist gögn þar sem allir hlutaðeigandi hagaðilar hafa skrifað undir þar til gerðan lista og lýst því yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þar sem að undirritað samþykki liggur fyrir, með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að stytta kynningartímabil grenndarkynningarinnar. Teljast áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
2. Merkjateigur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202301116
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir breytta notkun húss og uppskiptingu íbúða að Merkjateig 1, í samræmi við gögn dags. 04.01.2023. Undirbúin var grenndarkynning fyrir skráða og þinglýsta húseigendur að Merkjateig 1, 2, 3, Birkiteig 1, 1A, Hamarsteig 2 og 4. Mosfellsbæ hafa borist gögn þar sem allir hlutaðeigandi hagaðilar hafa skrifað undir þar til gerðan lista og lýst því yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þar sem að undirritað samþykki liggur fyrir, með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að stytta kynningartímabil grenndarkynningarinnar. Teljast áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.