Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. janúar 2023 kl. 10:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202212397

    Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir nýbyggingu parhúss að Hlíðartúni 2A-2B, í samræmi við gögn dags. 01.02.2019. Undirbúin var grenndarkynning fyrir skráða og þinglýsta húseigendur að Hlíðartúni 2, 2A-2B, Aðaltúni 6, 8, 10, 12, 14, 16 og Lækjartúni 1. Mosfellsbæ hafa borist gögn þar sem allir hlutaðeigandi hagaðilar hafa skrifað undir þar til gerðan lista og lýst því yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Þar sem að und­ir­rit­að sam­þykki ligg­ur fyr­ir, með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að stytta kynn­ing­ar­tíma­bil grennd­arkynn­ing­ar­inn­ar. Telj­ast áformin sam­þykkt og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að af­greiða bygg­ingaráform og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

  • 2. Merkja­teig­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202301116

    Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir breytta notkun húss og uppskiptingu íbúða að Merkjateig 1, í samræmi við gögn dags. 04.01.2023. Undirbúin var grenndarkynning fyrir skráða og þinglýsta húseigendur að Merkjateig 1, 2, 3, Birkiteig 1, 1A, Hamarsteig 2 og 4. Mosfellsbæ hafa borist gögn þar sem allir hlutaðeigandi hagaðilar hafa skrifað undir þar til gerðan lista og lýst því yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Þar sem að und­ir­rit­að sam­þykki ligg­ur fyr­ir, með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að stytta kynn­ing­ar­tíma­bil grennd­arkynn­ing­ar­inn­ar. Telj­ast áformin sam­þykkt og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að af­greiða bygg­ingaráform og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15