16. júní 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Aðalheiður Ósk Dagbjartsdóttir aðalmaður
- Sunna Björt Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Katarzyna Krystyna Krolikowska áheyrnarfulltrúi
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir tómstunda og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjölskyldutímar í Mosfellsbæ
202206300Kynning á verkefninun Fjölskyldutímar í Mosfellsbæ .
Ólafur Snorri íþróttakennari kynnir Fjölskyldutíma Mosfellsbæjar tilurð þeirra og hvernig þeir hafa þróast frá 2015 þegar að þeir fyrst hófust. Stöðug aukning í starfinu og óska þau eftir að fá fleiri sali undir starfið.
2. Opnunartímar sundlauga í Mosfellsbæ
202206303Tillaga formanns að breyttum opnunartíma sundlauga Mosfellsbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs sem kalli eftir mati á kostnaði við að lengja opnunartíma sundlauganna á virkum dögum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Leikjavagn UMSK
202206304Kynning á verkefni umsk - Leikjavagninn
íþrótta- og tómstundnefnd lýsir yfir ánægju með verkefnið og leggur til að athugað verði með að Leikjavagninn verði fengin í Mosfellsbæ á bæjarhátíðina.