Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. júní 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
 • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
 • Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
 • Sunna Björt Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
 • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
 • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir tómstunda og forvarnarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Fjöl­skyldu­tím­ar í Mos­fells­bæ202206300

  Kynning á verkefninun Fjölskyldutímar í Mosfellsbæ .

  Ólaf­ur Snorri íþrótta­kenn­ari kynn­ir Fjöl­skyldu­tíma Mos­fells­bæj­ar til­urð þeirra og hvern­ig þeir hafa þró­ast frá 2015 þeg­ar að þeir fyrst hóf­ust. Stöðug aukn­ing í starf­inu og óska þau eft­ir að fá fleiri sali und­ir starf­ið.

  • 2. Opn­un­ar­tím­ar sund­lauga í Mos­fells­bæ202206303

   Tillaga formanns að breyttum opnunartíma sundlauga Mosfellsbæjar.

   Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til bæj­ar­ráðs sem kalli eft­ir mati á kostn­aði við að lengja opn­un­ar­tíma sund­laug­anna á virk­um dög­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

   • 3. Leikja­vagn UMSK202206304

    Kynning á verkefni umsk - Leikjavagninn

    íþrótta- og tóm­stund­nefnd lýs­ir yfir ánægju með verk­efn­ið og legg­ur til að at­hug­að verði með að Leikja­vagn­inn verði feng­in í Mos­fells­bæ á bæj­ar­há­tíð­ina.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15