28. júní 2019 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brekkutangi 17-31, Umsókn um byggingarleyfi201906388
Húsfélag Brekkutanga 17-31 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri viðbyggingar á 2. hæð ofan á núverandi bílgeymslum á lóðinni Brekkutanga nr.17-31 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun per hús 15,0 m², 52,6 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
2. Furubyggð 30-40, Umsókn um byggingarleyfi201906083
Eyjólfur Árni Rafnsson Furubyggð 40 sækir um leyfi til að breyta útfærslum þaka garðskála á suð-vestur hlið raðhúsa á lóðinni Furubyggð 30-40, í samræmi við framlögð gögn.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
3. Leirvogstunga 19 / Umsókn um byggingarleyfi.201804228
Bátur ehf. kt.520912-0100 Leirvogstungu 17 sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu við áður samþykkt einbýlishús á lóðinni Leirvogstunga nr.19, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Bílgeymsla 31,79 m², 95,88 m³.
Samþykkt.
4. Reykjahvoll 8, Umsókn um byggingarleyfi2018084786
Eyjólfur Sigurðsson Dvergholti 16 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 281,4 m², 1.026,68 m³.
Samþykkt.
5. Suður Reykir 5 /Umsókn um byggingarleyfi201707139
Reykjabúið hf. Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta fyrirkomulagi flóttaleiða áður samþykktra alífuglahúsa á lóðinni Suður-Reykir 5 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
6. Þverholt 21 / Umsókn um byggingarleyfi201906056
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 12 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Þverholt nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 651,2 m², 1.989,0 m³.
Samþykkt.
7. Þverholt 23 / Umsókn um byggingarleyfi201906057
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 12 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Þverholt nr. 23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 651,2 m², 1.989,0 m³.
Samþykkt.