22. október 2021 kl. 11:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202108131
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr límtré og PIR samlokueiningum atvinnuhúsnæði með 22 eignarhlutum á lóðinni Desjamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.799,4 m², 7054,6 m³.
Samþykkt
2. Laxatunga 131 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202109411
Nýbyggingar og viðhald ehf. Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum samlokueiningum einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 131, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 199,7 m², bílgeymsla 37,2 m², 794,7 m³.
Samþykkt
3. Í Miðdalsl 125323 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202109051
Margrét Sæberg Þórðardóttir sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar geymslu á frístundalóð Í Miðdalslandi, landnúmer 125323. Fyrir liggur tímabundið starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Samþykkt
4. Fyrirspurn vegna hækkun bílskúrs við Suðurá (landnr. 123758)202110133
Þröstur Sigurðsson Suðurá - fyrispurn vegna hækkunar þaks vélageymslu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ekki er lagst gegn áformum um hækkun þaks vélageymslu. Byggingaráform verða samþykkt þegar umsókn um byggingarleyfi ásamt fylgigögnum berst byggingarfulltrúa.