27. júní 2019 kl. 16:35,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) varamaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir varamaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Karl Alex Árnason áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022201906226
Drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd felur jafnréttisfulltrúa Mosfellsbæjar að ljúka við frágang jafnréttisáætlunar og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022 til samræmis við umræður á fundinum.
2. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar - viðmið201906234
Tillaga að viðmiðum vegna tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd samþykkir tillögu um viðmið vegna auglýsingar þar sem óskað verður eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar. Að fengnum tilnefningum verði kosið milli aðila í tveim umferðum þar sem að í seinni umferð verður valið milli tveggja efstu aðila úr fyrri atkvæðagreiðslu.
3. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2019201906236
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2019.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að dagskrá Jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2019 og felur jafnréttisfulltrúa Mosfellsbæjar að vinna að skipulagningu dagsins á þeim grunni.