Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. febrúar 2022 kl. 16:45,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Króka­tjörn L125149 og L125150 frí­stunda­byggð - deili­skipu­lags­breyt­ing202105199

    Skipulagsnefnd samþykkti á 549. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundalóðirnar L125149 og L125150 norðan Krókatjarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var kynnt með dreifibréfi og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Bréf voru send á umsagnaraðila og á skráða landeigendur L125148, L125147, L125155, L125154, L125210, L125210 og L125151. Deiliskipulagsbreytingin er framsett á uppdrætti í mælikvarðanum 1:2000. 5,6 ha svæði er skipt upp í þrjár frístundalóðir og eina sameignarlóð. Fyrir eru tvö hús á svæðinu. Athugasemdafrestur var frá 23.09.2021 til og með 28.10.2021. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 17.12.2021, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.12.2021 og Minjastofnun Íslands, dags. 14.01.2022. Engar efnislegar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildis­töku henn­ar skv. 42. gr. skipu­lagslaga. Sam­þykkt er með fyr­ir­vara um samn­inga og sam­þykkt bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar um fjölg­un íbúða. Máls­að­ili skal greiða þann kostað sem af breyt­ing­unni hlýst.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00