19. maí 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Valborg Anna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Guðrún Marinósdóttir fjölskyldusvið
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Áheyrnarfulltrúar MG og VAÓ yfirgáfu fundinn kl. 08:40 að lokinni umfjöllun um trúnaðarmál.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs202004005
Yfirlit yfir stöðu mála á fjölskyldusviði í ljósi Covid-19
Fulltrúar fjölskyldusviðs fóru yfir skýrsluna og ræddu hana.
2. NPA notendur og Covid19202003440
Bréf til Mosfellsbæjar frá NPA miðstöðinni vegna COVID-19
Erindið er lagt fram, verkefnastjóri þróunar- og gæðamála greinir frá viðbrögðum fjölskyldusviðs í einstökum málum og mun hann svara erindinu.
3. Samtölublað 2019201911199
Skýrsla til Barnaverndarstofu vegna 2019
Skýrsla um barnavernd til Barnaverndarstofu lögð fram ásamt minnisblaði með samanburði á lykiltölum milli ára.
4. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2020202001284
Starfsáætlun fjölskyldunefndar
Fjölskyldunefnd fer yfir starfsáætlun og gerir breytingu á henni í samræmi við umræðu fundarins.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1365202005013F
Fundargerð 1364. trúnaðarmálafundar tekin fyrir á 293. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.