30. maí 2022 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011385
Arnar Þór Björgvinsson heimili sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri ásamt breytingum innra skipulags einbýlishúss á lóðinni Arnartangi nr. 18, í samræmi við framlögð gögn. Byggingaráform voru grendarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 23.04.2021 til 25.06.2021, engar athugasemdir bárust. Stækkun: Íbúð og bílgeymsla 52,1 m², 169,4 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
2. Leirutangi 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202205045
Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús sólskála úr steinsteypu, timbri og gleri á lóðinni Leirutangi nr. 13A, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
3. Stóriteigur 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202204084
Sveinn Óskar Sigurðsson Stórateig 20 sækir um leyfi til breytinga frárennsliskerfis og lagningu nýrra drenlagna á lóðinni Stóriteigur nr.20-26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.