Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. maí 2022 kl. 13:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Þór Sigurþórsson

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Arn­ar­tangi 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202011385

    Arnar Þór Björgvinsson heimili sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri ásamt breytingum innra skipulags einbýlishúss á lóðinni Arnartangi nr. 18, í samræmi við framlögð gögn. Byggingaráform voru grendarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 23.04.2021 til 25.06.2021, engar athugasemdir bárust. Stækkun: Íbúð og bílgeymsla 52,1 m², 169,4 m³.

    Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

    • 2. Leiru­tangi 13A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202205045

      Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús sólskála úr steinsteypu, timbri og gleri á lóðinni Leirutangi nr. 13A, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.

      Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

      • 3. Stóri­teig­ur 20 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202204084

        Sveinn Óskar Sigurðsson Stórateig 20 sækir um leyfi til breytinga frárennsliskerfis og lagningu nýrra drenlagna á lóðinni Stóriteigur nr.20-26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.

        Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00