Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. ágúst 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Björk Ingadóttir formaður
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
  • Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
  • Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Auður Halldórsdóttir ritari

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar - sýn­ing­ar 2021202008129

    Kl. 17:00 tek­ur Ingi­björg Bergrós Jó­hann­es­dótt­ir sæti á fund­in­um.

    Tillögur að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 lagðar fram. Steinunn Lilja Emilsdóttir umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.

    Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir til­lögu að um­sjón­ar­manns Lista­sal­ar Mos­fells­bæj­ar og for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála að sýn­ing­ar­haldi i Lista­sal Mos­fells­bæj­ar 2021.

  • 2. Í tún­inu heima 2020202008130

    Farið yfir stöðu mála varðandi bæjarhátíðina Í túninu heima 2020.

    Lögð fram fund­ar­gerð neyð­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar dags. 11. ág­úst 2020 þar sem lagt er til að bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima verði af­lýst. Jafn­framt er lagt til að Tinda­hlaup­inu, sem fyr­ir­hug­að er að halda sömu helgi og Mos­fells­bær er einn af fram­kvæmdarað­il­um að, verði af­lýst.

    Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd legg­ur til við bæj­ar­ráð að bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima 2020 verði af­lýst vegna heims­far­ald­urs Covid-19.

    • 3. Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2020202005185

      Kl. 17:24 tek­ur Rafn Haf­berg Gunn­ars­son sæti á fund­in­um.

      Tilnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2020 Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2020. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram. Fyrri umferð á kjöri bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2020 fer fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45