11. ágúst 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Auður Halldórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Listasalur Mosfellsbæjar - sýningar 2021202008129
Kl. 17:00 tekur Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir sæti á fundinum.Tillögur að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 lagðar fram. Steinunn Lilja Emilsdóttir umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillögu að umsjónarmanns Listasalar Mosfellsbæjar og forstöðumanns bókasafns og menningarmála að sýningarhaldi i Listasal Mosfellsbæjar 2021.
2. Í túninu heima 2020202008130
Farið yfir stöðu mála varðandi bæjarhátíðina Í túninu heima 2020.
Lögð fram fundargerð neyðarstjórnar Mosfellsbæjar dags. 11. ágúst 2020 þar sem lagt er til að bæjarhátíðinni Í túninu heima verði aflýst. Jafnframt er lagt til að Tindahlaupinu, sem fyrirhugað er að halda sömu helgi og Mosfellsbær er einn af framkvæmdaraðilum að, verði aflýst.
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarráð að bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 verði aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19.
3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020202005185
Kl. 17:24 tekur Rafn Hafberg Gunnarsson sæti á fundinum.Tilnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2020 Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2020. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram. Fyrri umferð á kjöri bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2020 fer fram.