5. febrúar 2021 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Litlikriki 37 - Umsókn um byggingarleyfi201507030
Óskar Jóhann Sigurðsson Litlakrika 37 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Litlikriki nr. 37, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Synjað. Aðluppdrættir með umsókn um byggingarleyfi sýna hús á tveimur hæðum með fjórum íbúðum. Áformin samræmast ekki skilmálum gildandi deiliskipulags sem heimila einbýlishús á tveimur hæðum með einni auka íbúð á neðri hæð.
2. Reykjahvoll 2 (áðurÁsar 4) - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202009361
Stefán Ingi Ingvason Þórsgötu 9 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 92,5 m², bílgeymsla 56,2 m², 460,90 m³.
Samþykkt
3. Súluhöfði 42 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011386
ASP 24 ehf.Akralundi 19 Akranesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 42, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 201,7 m², bílgeymsla 63,3 m², 754,69 m³.
Samþykkt