22. apríl 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) áheyrnarfulltrúi
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsingar um skólahald á tímum Covid19202004227
Upplýsingar og umræður um framkvæmd skólahalds og mætingar nemenda
Starfsfólk skólanna hefur unnið þrekvirki við að koma skólastarfi og skipulagi saman og sýnt útsjónarsemi og fagmennsku við framkvæmd skólahalds. Fræðslunefnd þakkar öllu starfsfólk skólanna í Mosfellsbæ fyrir góð viðbrögð og góða vinnu á þessum tíma sem samkomubann hefur ríkt á Íslandi.
2. Skóladagatöl 2020-2021201907036
Lagt fram til samþykktar
Fræðslunefnd staðfestir breytingu á skóladagatali Reykjakots fyrir skólaárið 2020-21
3. Ráðning skólastjóra Varmárskóla201906011
Tímabundin ráðning skólastjóra við Varmárskóla
Lögð fram til kynningar samþykkt bæjarráðs á tímabundinni ráðningu Önnu Gretu Ólafsdóttur sem annars af tveimur skólastjórastjórum Varmárskóla til 31.júlí 2021.