22. nóvember 2019 kl. 11:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Grenibyggð 36 /Umsókn um byggingarleyfi201911202
Sveinn Líndal Jóhansson, Grenibyggð 36, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti einbýlishúss á lóðinni Grenibyggð nr. 36, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er fyrir hendi deiliskipulag af svæðinu.
2. Desjamýri 6, Umsókn um byggingarleyfi.201802283
Húsasteinn ehf., Desjamýri 6, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og skráningu atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
3. [Laxatunga 67], Umsókn um byggingarleyfi201910423
Vicki Preibisch, Engjavegi 10, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 67, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Köld geymsla 32,0 m², 66,6m³.
Samþykkt
4. Lundur, Umsókn um byggingarleyfi.201806269
Laufskálar Fasteignafélag ehf., Lambhagavegur 23 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Lundur landnr. 123710, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Dreyfistöð 22,5 m², 90,0 m³.
Samþykkt.
5. Vefarastræti 28-30 / Umsókn um byggingarleyfi201910456
Nova ehf., Lágmúla 9 Reykjavík, sækir um leyfi til að koma fyrir loftneti á lyftuhúsi fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 28-30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
6. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi.201902204
Byggingafélagið Fastefli ehf., Háholti 14, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Þverholt nr. 1, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
7. Hraðastaðir 3, Umsókn um byggingarleyfi201909211
Tjaldhóll ehf., Hraðastöðum, sækir um leyfi til að byggja við útihús á lóðinni Hraðastaðir landnr. 123675 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 44,5 m², 111,25 m³.
Samþykkt.