17. október 2023 kl. 14:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Í Miðdalsl 125340 - framkvæmaleyfi vegar á frístundasvæði202308786
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 29.08.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar frístundabyggðar auk borunar eftir vatni í samræmi við deiliskipulag Sólbakka í Miðdal, L125340, samþykkt 07.06.2023. Fyrirliggjandi eru hnitsettir uppdrættir og verklýsing dags. 02.10.2023.
Í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, er ósk um framkvæmdaleyfi samþykkt. Leyfi skal gefið út í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni gildandi deiliskipulags.
2. Markholt 13 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202309358
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Andra Ingólfssyni, dags. 12.9.2023, fyrir viðbyggingu og stækkun húss að Markholti 13. Um er að ræða stækkun bílskúrs og herbergja til stofu til suðurs, stækkun stofu til vesturs og bygging nýs garðskála. Bílgeymsla stækkar um 31,9 m² og verður 63,9 m². Íbúð stækkar um 31,3 m² og verður samtals 184,4 m². Byggður verður 15 m² garðskúr, í samræmi við gögn dags. 26.09.2023. Erindinu var vísað til skipulagsfulltrúa á 505. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum húsa húsa að Markholti 11, 15, 16, 18, 20, Njarðarholti 7 og 9 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.