Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. nóvember 2024 kl. 13:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Arn­ar­tangi 55 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202410688

    Borist hafa uppfærðir og breyttir aðaluppdrættir, þann 29.10.2024, vegna stækkunar húss að Arnartanga 55. Um er að ræða 5,4 m² anddyri raðhúss, í samræmi við gögn. Upprunaleg tillaga var grenndarkynnt frá 02.07.2024 til og með 31.07.2024. Breyttir uppdrættir sýna minniháttar tilfærslu á útidyrahurð, nýrri gluggasetningu til norðurs og stækkun anddyris um 1,9 m², frá kynntum gögnum.

    Í ljósi þess að eng­ar at­huga­semd­ir né fyr­ir­spurn­ir bár­ust við fyrri grennd­arkynn­ingu bygg­ingaráforma og með vís­an í af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að falla frá kröfum um nýja grenndarkynningu með hliðsjón af 5.9.3. gr skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Breyttir uppdrættir hafa minniháttar áhrif á nýtingarhlutfall og útlit en nær engin á útsýn, skuggavarp eða innsýn fyrir aðra hagaðila. Sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi áformin og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að af­greiða er­indi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45