26. nóvember 2024 kl. 13:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 55 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202410688
Borist hafa uppfærðir og breyttir aðaluppdrættir, þann 29.10.2024, vegna stækkunar húss að Arnartanga 55. Um er að ræða 5,4 m² anddyri raðhúss, í samræmi við gögn. Upprunaleg tillaga var grenndarkynnt frá 02.07.2024 til og með 31.07.2024. Breyttir uppdrættir sýna minniháttar tilfærslu á útidyrahurð, nýrri gluggasetningu til norðurs og stækkun anddyris um 1,9 m², frá kynntum gögnum.
Í ljósi þess að engar athugasemdir né fyrirspurnir bárust við fyrri grenndarkynningu byggingaráforma og með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að falla frá kröfum um nýja grenndarkynningu með hliðsjón af 5.9.3. gr skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Breyttir uppdrættir hafa minniháttar áhrif á nýtingarhlutfall og útlit en nær engin á útsýn, skuggavarp eða innsýn fyrir aðra hagaðila. Samþykkir skipulagsfulltrúi áformin og er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.