16. janúar 2020 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tímabundið áfengisleyfi 19. janúar202001113
Tímabundið áfengisleyfi - Barion 19. janúar
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins áfengisleyfis 19. janúar 2020 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
2. Tímabundið áfengisleyfi - Barion 2. febrúar202001114
Tímabundið áfengisleyfi - Barion 2. febrúar
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins áfengisleyfis 2. febrúar 2020 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
3. Tímabundið áfengisleyfi - Íþróttamiðst Varmá202001135
Tímabundið áfengisleyfi - Íþróttamiðst Varmá 25. janúar
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins áfengisleyfis 25. janúar 2020 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
4. Helgadalsvegur 2-10, gatnagerð201912116
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að fara í samningaviðræður við landeigendur að Helgadalsveg 2-10 vegna deiliskipulags sem þegar hefur tekið gildi. Til þess að hægt sé að hefja uppbyggingu á viðkomandi lóðum þarf fyrst að fara í framkvæmdir við götur og veitur á svæðinu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að veita framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanni Mosfellsbæjar heimild til þess að fara í samningaviðræður við landeigendur að Helgadalsveg 2-10 vegna deiliskipulags sem þegar hefur tekið gildi.
5. Súluhöfði - Úthlutun lóða201911061
Niðurstöður yfirferðar tilboða við síðari umferð úthlutunar lóða við Súluhöfða. Tillaga um að 4 tilboðum verði tekið.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að úthluta 4 lóðum við Súluhöfða í samræmi við framlagt mat á tilboðum gegn greiðslu þeirra tilboðsverða sem þar koma fram.