Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. janúar 2023 kl. 10:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Þór Sigurþórsson

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202212397

    Pétur ehf., Hlíðartúni 2, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Hlíðartún nr.2a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir mhl. 01: Íbúð 157,6 m², bílgeymsla 39,0 m² 488,7 m³. Stærðir mhl. 02: Íbúð 224,1 m², bílgeymsla 42,2 m², 613,47 m³.

    Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

    • 2. Merkja­teig­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202301116

      Birgir Magnús Björnsson Merkjateig 1 sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Merkjateigur nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um leyfi til útlitsbreytinga og breyttrar skráningar í formi þess að húsið verði skráð sem tveir sjálfstæðir eignarhlutar. Stærðir breytast ekki

      Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00