15. ágúst 2023 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Heiða Ágústsdóttir Fagstjóri Garðyrkju
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2023202307135
Tilnefningar til umhverfisverðlauna fyrir árið 2023 lagðar fyrir umhverfisnefnd til afgreiðslu
Umhverfisnefnd fór í vettvangsferð til að skoða fallega garða og lóðir sem tilefndar voru til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar 2023. Umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita einni fjölbýlishúsalóð, einum garði,tveimur fyrirtækjum umhverfisviðurkenningu ársins 2023. Enn fremur var valinn plokkari ársins 2023 og tré ársins 2023. Upplýsingar um verðlaunahafa fylgja með í sérstöku minnisblaði.