13. október 2022 kl. 08:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bergrúnargata 3 - 3A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202101145
Uppreist ehf. Lynghálsi 4 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Bergrúnargata nr. 3 og 3A í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
2. Háholt 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202209275
N1 ehf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga innra skipulags verslunar- og þjónustuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
3. Reykjahvoll 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202208836
Klakkur verktakar ehf. Gerplustræti 18 sækja um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu ásamt stakstæðu gróðurhúsi á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 239,9 m², bílgeymsla 35,7 m², gróðurhús 14,8 m², 1023,15 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
4. Úr Miðdalslandi 125204 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202208387
Ingibjörg Thomsen Digranesheiði 29 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á einni hæð ásamt steyptum lagnakjallara og bílgeymslu á lóð við Lynghólsveg, L125204, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Hús 163,6 m², bílgeymsla 30,7 m², 647,6 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.