1. júní 2021 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðufljót 2 - deiliskipulagsbreyting202103221
Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu innkeyrslu að Bugðufljóti 2 á athafnasvæði Tungumela, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send á lóðarhafa Bugðufljóts 2 og Brúarfljóts 1. Athugasemdafrestur var frá 25.03.2021 til 30.04.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.
Málsaðili skal greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst.2. Heytjörn L125365 - ósk um breytingu á deiliskipulagi201906323
Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð við Heytjörn, þar sem við bætast tveir minni byggingarreitir, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send á landeigendur L125202, L125369, L222683, L125366, L199733 ásamt Lynghólsvegi 17, 19, 21 og 23. Athugasemdafrestur var frá 12.04.2021 til 12.05.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.
Málsaðili skal greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst.3. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011385
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir stækkun að Arnartanga 18 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send í Arnartanga 17-42. Athugasemdafrestur var frá 23.04.2021 til 25.06.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og þegar kynntum gögnum.