23. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innri endurskoðun Mosfellsbæjar202402314
Tillaga um töku tilboðs í verkefni innri endurskoðunar árið 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði Deloitte í verkefni innri endurskoðunar á árinu 2024 sem lýtur m.a. að mati á þeirri þjónustu sem Mosfellsbær hefur samið um við Eir.
2. Endurbætur leikskólalóða - Hlaðhamrar202305228
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um endurbætur á leikskólalóð við Hlaðhamra.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Mostak ehf, í verðfyrirspurn 2. áfanga endurnýjunar leikskólalóðarinnar Hlaðhamra, með fyrirvara um hæfi bjóðanda.
3. Yfirborðsfrágangur í hverfum Mosfellsbæjar202402420
Óskað er eftir heimild frá bæjarráði til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um yfirborðsfrágang gangstétta í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Varg ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
4. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir)202405288
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir). Umsagnarfrestur er til 31. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármála- og áhættustýringarsviði að leggja mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins fyrir Mosfellsbæ og leggja fyrir næsta fund.