Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Innri end­ur­skoð­un Mos­fells­bæj­ar202402314

  Tillaga um töku tilboðs í verkefni innri endurskoðunar árið 2024.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka til­boði Deloitte í verk­efni innri end­ur­skoð­un­ar á ár­inu 2024 sem lýt­ur m.a. að mati á þeirri þjón­ustu sem Mos­fells­bær hef­ur sam­ið um við Eir.

  • 2. End­ur­bæt­ur leik­skóla­lóða - Hlað­hamr­ar202305228

   Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um endurbætur á leikskólalóð við Hlaðhamra.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Mostak ehf, í verð­fyr­ir­spurn 2. áfanga end­ur­nýj­un­ar leik­skóla­lóð­ar­inn­ar Hlað­hamra, með fyr­ir­vara um hæfi bjóð­anda.

  • 3. Yf­ir­borðs­frá­gang­ur í hverf­um Mos­fells­bæj­ar202402420

   Óskað er eftir heimild frá bæjarráði til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um yfirborðsfrágang gangstétta í Mosfellsbæ.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Varg ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

   Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 4. Frum­varp til laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga (gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir)202405288

   Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir). Umsagnarfrestur er til 31. maí nk.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að fela fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði að leggja mat á fjár­hags­leg áhrif frum­varps­ins fyr­ir Mos­fells­bæ og leggja fyr­ir næsta fund.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 07:58