16. apríl 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um lóðarstækkun - Laxatunga 27202004108
Þórunn Vilmarsdóttir og Sigurpáll Torfason óska eftir stækkun lóðar í Laxatungu 27.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu og umsagnar.
2. Staðfesting á ráðningu skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar202001329
Lagt er til að Kristinn Pálsson arkitekt verði boðin staða skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta ráðningu Kristins Pálssonar í starf skipulagsfullrúa í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
3. Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða202003345
Á 1437. fundi bæjarráðs var framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs falið að rita umsögn um frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Umsögnin er meðfylgjandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda Alþingi umsögn við frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.
4. Heimili í sveit202004047
Andrastaðir hses. - Heimili í sveit, samstarfssamningur um uppbyggingu og rekstur íbúðarkjarna ásamt þjónusturýma fyrir fatlað fólk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samstarfssamning um uppbyggingu og rekstur íbúðarkjarna ásamt þjónusturýma fyrir fatlað fólk.
Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir framvæmdastjóri fjölskyldusviðs
5. Eignarvatn úr borholu við Helgadal202002122
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn um eignarvatn í Helgadal
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanni Mosfellsbæjar að ganga frá nauðsynlegu samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og Veitur ohf. um lúkningu málsins.
Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 7:30 vegna sumardagsins fyrsta. Samþykkt að fundarboð næsta fundar verði sent mánudaginn 20. apríl.