24. júní 2022 kl. 13:45,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krókatjörn L125143 - ósk um gerð deiliskipulags202201331
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag og uppskiptingu frístundalóðarinnar L125143 við Krókatjörn, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, í Mosfellingi og á vef, www.mos.is. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru einnig send á eigendur landa L125145, L124674, L125143 og L124675 auk til umsagnar hjá Heilbrigðiseftirliti HEF og Minjastofnun. Athugasemdafrestur var frá 28.04.2022 til og með 13.06.2022. Umsagnir bárust frá Minjastofnun íslands, dags. 31.05.2022, og Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga. Málsaðili skal greiða þann kostnað sem af tillögunni hlýst.
- FylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 562 (18.3.2022) - Krókatjörn L125143 - ósk um gerð deiliskipulags.pdfFylgiskjalMosfellsbær, Miðdalsland, Krókatjörn, umsögn HEF, 5.2022.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ - 31 maí 2022 - Krókatjörn L125143 - deililskipulag frístundabyggð.pdfFylgiskjalÚtsend grenndarkynning.pdfFylgiskjalFornleifaskráning.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsuppdráttur..pdf