10. september 2024 kl. 16:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Listasalur Mosfellsbæjar. Sýningar 2025202409137
Tillaga að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2025 lögð fram. Maddý Hauth sýningarstjóri Listasalar Mosfellsbæjar kemur á fundinn undir þessum lið.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir framlagða tillögu að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar 2024.
2. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023202406655
Kynning á ársskýrslu Mosfellsbæjar 2023 á verkefnasviði menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynningu á þeim verkefnum sem heyra undir starfssvið nefndarinnar í ársskýrslu Mosfellsbæjar 2023.