Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. janúar 2022 kl. 16:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Una Hildardóttir formaður
  • Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
  • Kjartan Due Nielsen aðalmaður
  • Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
  • Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Jónsson
  • Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Jafn­rétt­isáætlun og fram­kvæmda­áætl­un­ar í jafn­rétt­is­mál­um 2019 til 2022201906226

    Samantekt jafnréttisfulltrúa og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar á stöðu verkefna á sviði jafnréttis- og mannréttindamála.

    Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd þakk­ar jafn­rétt­is­full­trúa fyr­ir kynn­ingu á stöðu fram­kvæmda á verk­efn­um fram­kvæmda­áætl­un­ar jafn­rétt­is­mála.

  • 2. Til­laga bæj­ar­full­trúa S-lista um form­lega fundi með hverfa­fé­lög­um og að­stoð við stofn­un slíkra fé­laga202112134

    Tillaga bæjarfulltrúa S-lista lögð fram við umfjöllun um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar um að á árinu 2022 hefji bæjarstjórn formlega fundi með stjórnum hverfafélaga sem starfa í bænum. Þá bjóði bærinn aðstoð sína við að stofna slík samtök þar sem þau hafa ekki þegar verið stofnuð, í samræmi við lið 2.a. i og ii í Lýðræðisstefnu bæjarins. Á 795. fundi bæjarstjórnar var tillögunni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu lýðræðis- og mannréttindanefndar.

    Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd ræddi fram­komna til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fel­ur
    for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að rita minn­is­blað um það með hvaða hætti til­lag­an fell­ur að nú­ver­andi verk­efn­um í að­gerða­áætlun lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og fjalla um mögu­lega fram­kvæmd og kostn­að við til­lög­una. Loks verði við rit­un minn­is­blaðs­ins fjallað um ólík­ar leið­ir á sviði íbúa­sam­ráðs.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.