18. janúar 2022 kl. 16:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Kjartan Due Nielsen aðalmaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
- Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022201906226
Samantekt jafnréttisfulltrúa og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar á stöðu verkefna á sviði jafnréttis- og mannréttindamála.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd þakkar jafnréttisfulltrúa fyrir kynningu á stöðu framkvæmda á verkefnum framkvæmdaáætlunar jafnréttismála.
2. Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um formlega fundi með hverfafélögum og aðstoð við stofnun slíkra félaga202112134
Tillaga bæjarfulltrúa S-lista lögð fram við umfjöllun um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar um að á árinu 2022 hefji bæjarstjórn formlega fundi með stjórnum hverfafélaga sem starfa í bænum. Þá bjóði bærinn aðstoð sína við að stofna slík samtök þar sem þau hafa ekki þegar verið stofnuð, í samræmi við lið 2.a. i og ii í Lýðræðisstefnu bæjarins. Á 795. fundi bæjarstjórnar var tillögunni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu lýðræðis- og mannréttindanefndar.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd ræddi framkomna tillögu Samfylkingarinnar og felur
forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að rita minnisblað um það með hvaða hætti tillagan fellur að núverandi verkefnum í aðgerðaáætlun lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og fjalla um mögulega framkvæmd og kostnað við tillöguna. Loks verði við ritun minnisblaðsins fjallað um ólíkar leiðir á sviði íbúasamráðs.