3. nóvember 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Samsidanith Chan áheyrnarfulltrúi
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ari Páll Karlsson varamaður
- Auður Halldórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Menningarviðburðir á aðventu og þrettándinn 2020202010408
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála fer yfir stöðu mála hvað varðar viðburði á aðventu, áramótum og þrettánda.
2. Þrettándahátíðarhöld 2021202010396
Rætt um dagsetningu þrettándahátíðarhalda í Mosfellsbæ 2021.
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að þrettándahátíðarhöldin fari að þessu sinni fram miðvikudaginn 6. janúar kl. 18:00, þó með fyrirvara um fjöldatakmarkanir eða aðrar ráðstafanir Almannavarna vegna Covid 19.
3. Samstarf almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu202010392
Lagt fram minnisblað um sameiginleg bókasafnsskírteini á höfuðborgarsvæðinu.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur vel í erindið.
4. Menningarstefna Mosfellsbæjar 2020-2024202010407
Rætt um forgangsröðun aðgerða sem fylgja menningarstefnu.
Forstöðumanni bókasafns og menningarmála falið að vinna úr þeim athugasemdum við forgangsröðun aðgerða sem birtist í menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020-2024.