24. júní 2021 kl. 14:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjargslundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202105307
Tekk ehf. sækir um leyfi til að rífa og farga gróðurhúsum á lóðum við Bjargslund nr. 6 og 8. í samræmi við framlögð gögn. Forsenda útgáfu byggingarleyfis er tilkynning eiganda til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Uppfylla skal öll viðeigandi ákvæði í 15. kalfla byggingarreglugerðar 112/2012 varðandi meðhöndlun og förgun úrgangs.
Samþykkt
2. Hlaðgerðarkot - Umsókn um byggingarleyfi201904317
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga innra skipulags vesturhluta húss nr. 1 í meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
3. Land úr Suður Reykjum 125436 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202007302
Ragnar Sverrisson Reykjabyggð 42 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykir, landeignarnúmer 125436, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt