Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. ágúst 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Björk Ingadóttir formaður
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Ari Páll Karlsson varamaður
  • Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Auður Halldórsdóttir ritari

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar - sýn­ing­ar 2020201908321

    Umsóknir um sýningarhald í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 kynntar og tillaga um sýningar lögð fram. Steinunn Lilja Emilsdóttir umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.

    Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir til­lögu um­sjón­ar­manns Lista­sal­ar Mos­fells­bæj­ar og for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála að sýn­ing­ar­haldi í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar 2020.

    Gestir
    • Steinunn Lilja Emilsdóttir
    • 2. Í tún­inu heima 2019201908320

      Drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem fram fer 30. ágúst - 1. september 2019 kynnt.

      Hilm­ar Gunn­ars­son verk­efn­is­stjóri bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima kynn­ir drög að dagskrá há­tíð­ar­inn­ar. Rætt um dóm­nefnd­ar­störf.

      Gestir
      • Hilmar Gunnarsson
      • 3. Áfanga­staða­áætlun Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - Visitreykja­vik201906154

        Drög að samantekt og aðgerðaáætlun áfangastaðaráætlunar Höfuðborgarsvæðisins. Vísað til umsagnar og afgreiðslu menningar- og nýsköpunarnaefndar.

        Drög­in lögð fram og for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála fal­ið að svara er­ind­inu.

      • 4. Bæj­arlista­mað­ur 2019201905355

        Tilnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2019 Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2019. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram. Fyrri umferð á kjöri bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2019 fer fram.

        Fyrri um­ferð kjörs á bæj­arlista­manni Mos­fells­bæj­ar 2019 fór fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45