13. ágúst 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Ingibjörg B Jóhannesdóttir aðalmaður
- Ari Páll Karlsson varamaður
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Listasalur Mosfellsbæjar - sýningar 2020201908321
Umsóknir um sýningarhald í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 kynntar og tillaga um sýningar lögð fram. Steinunn Lilja Emilsdóttir umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir tillögu umsjónarmanns Listasalar Mosfellsbæjar og forstöðumanns bókasafns og menningarmála að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar 2020.
Gestir
- Steinunn Lilja Emilsdóttir
2. Í túninu heima 2019201908320
Drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem fram fer 30. ágúst - 1. september 2019 kynnt.
Hilmar Gunnarsson verkefnisstjóri bæjarhátíðarinnar Í túninu heima kynnir drög að dagskrá hátíðarinnar. Rætt um dómnefndarstörf.
Gestir
- Hilmar Gunnarsson
3. Áfangastaðaáætlun Höfuðborgarsvæðisins - Visitreykjavik201906154
Drög að samantekt og aðgerðaáætlun áfangastaðaráætlunar Höfuðborgarsvæðisins. Vísað til umsagnar og afgreiðslu menningar- og nýsköpunarnaefndar.
Drögin lögð fram og forstöðumanni bókasafns og menningarmála falið að svara erindinu.
4. Bæjarlistamaður 2019201905355
Tilnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2019 Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2019. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram. Fyrri umferð á kjöri bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2019 fer fram.
Fyrri umferð kjörs á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar 2019 fór fram.