13. apríl 2023 kl. 11:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Birkiteigur 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202303564
Hlynur Elfar Þrastarson Birkiteig 3 sækir um leyfi til breytinga gluggasetningar á suð-vesturhlið einbýlishúss á lóðinni Birkiteigur 3 nr. í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
2. Brúarfljót 1, Umsókn um byggingarleyfi.201912293
Berg Verktakar ehf. sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 891,1 m², 4.567,0 m³.
Samþykkt
3. Hamrabrekkur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202210491
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 8 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 42,7 m², 100,6 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
4. Merkjateigur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202301116
Birgir Magnús Björnsson Merkjateig 1 sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta tveggja hæða einbýlishúss á lóðinni Merkjateigur nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um leyfi til útlitsbreytinga, breytinga á innra skipulagi og breyttrar skráningar í formi þess að húsið verði skráð sem tveir sjálfstæðir eignarhlutar. Að undangenginni umfjöllun á 582. fundi skipulagsnefndar var erindið grenndarkynnt skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust. Stærðir breytast ekki
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.