13. maí 2022 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafoss 125136 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202204245
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og stáli yfirbyggt útisvið á lóðinni Álafoss 125136 í samræmi framlögð gögn. Stærðir: 21,7 m², 75,2 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
2. Háholt 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202204408
Festi hf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga innra skipulags veitingasölu á lóðinni Háholt nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Samþykkt
3. Í Helgafellslandi 125260 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202204455
Byggingafélagið Bakki ehf.Þverholti 2 sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar frístundahúss á lóðinni Í Helgafellslandi 125260 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: -54,1 m².
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
4. Lundur 123710 - MHL 06 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202006498
Laufskálar fasteignafélag ehf.Lambhagavegi 23 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 06, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Samþykkt
5. Sölkugata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202205153
SBG & synir ehf. Uglugötu 34 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóðinni Sölkugata nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 292,3 m², auka Íbúð 75,1 m², bílgeymsla 28,4 m², 1.310,4 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.