18. júní 2020 kl. 14:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa202006302
Ásmundur Hrafn Sturluson leggur fram, fyrir hönd lóðarhafa, fyrirspurn varðandi byggingaráform einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr.12 í samræmi við framlögð gögn.
Samkvæmt framlögðum gögnum uppfyllir hús skilmála deiliskipulags, tekið er jákvætt í fyrirspurnina.
2. Gerplustræti 2-4/Umsókn um byggingarleyfi202005053
Starfandi ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Samþykkt.
3. Jónstótt 123665 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202006034
Ríkiseignir Borgartúni 7a Reykjavík sækja um leyfi til að breyta og rífa að hluta núverandi hús á lóðinni Jónstótt, landnr. 123665, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir eftir breytingu: 156,6 m², 320,59 m³.
Samþykkt
4. Þverholt 2 / Umsókn um byggingarleyfi - ÁTVR202001165
Reitir hf., Kringlunni 4 - 12 Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta af breytingum 1. hæðar verslunarhúsnæðis á lóðinni Þverholt nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.