4. nóvember 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid19202008828
Framkvæmd skólahalds á tímum farsóttar, nóvember 2020.
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs fór yfir framkvæmd skólahalds í skólum Mosfellsbæjar, í ljósi nýrrar reglugerðar um takmörkun á skólastarfi sem tók gildi 3. nóvember. Fræðslunefnd vill koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks í leik-og grunnskólum, tónlistarskólum og í íþrótta- og félagsmiðstöðvum ásamt starfsfólki á fræðslu- og frístundasviði, fyrir mikilvæga vinnu og framlag við endurskipulagningu á skóla- og frístundastarfi. Ljóst er að lyft hefur verið grettistaki og það haft að leiðarljósi að veita börnum samfellda menntun og tryggja félagsleg tengsl sem eru mikilvæg á tímum sem þessum.
Gestir
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Ásgeir Sveinsson, Lovísa Jónsdóttir, Stefán Ómar Jónsson, Rúnar Bragi Guðlaugsson, Bjarki Bjarnason og Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúar.
2. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ 2020-21202010404
Lagt fram til upplýsinga.
Samkvæmt grunnskólalögum frá 2008 ber skólanefndum sveitarfélaga að fylgjast með því að öll börn á aldrinum 6 - 16 ára í sveitarfélaginu njóti skólavistar/lögbundinnar fræðslu. Lagðar voru fram upplýsingar um börn með lögheimili í Mosfellsbæ í október 2020 (tölur frá 2010 fylgja með til fróðleiks).