Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. nóvember 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Upp­lýs­ing­ar til fræðslu­nefnd­ar vegna Covid19202008828

    Framkvæmd skólahalds á tímum farsóttar, nóvember 2020.

    Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs fór yfir fram­kvæmd skóla­halds í skól­um Mos­fells­bæj­ar, í ljósi nýrr­ar reglu­gerð­ar um tak­mörk­un á skólastarfi sem tók gildi 3. nóv­em­ber. Fræðslu­nefnd vill koma á fram­færi kæru þakklæti til starfs­fólks í leik-og grunn­skól­um, tón­list­ar­skól­um og í íþrótta- og fé­lags­mið­stöðv­um ásamt starfs­fólki á fræðslu- og frí­stunda­sviði, fyr­ir mik­il­væga vinnu og fram­lag við end­ur­skipu­lagn­ingu á skóla- og frí­stund­astarfi. Ljóst er að lyft hef­ur ver­ið grett­i­staki og það haft að leið­ar­ljósi að veita börn­um sam­fellda mennt­un og tryggja fé­lags­leg tengsl sem eru mik­il­væg á tím­um sem þess­um.

    Gestir
    • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Ásgeir Sveinsson, Lovísa Jónsdóttir, Stefán Ómar Jónsson, Rúnar Bragi Guðlaugsson, Bjarki Bjarnason og Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúar.
  • 2. Skóla­skylda grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ 2020-21202010404

    Lagt fram til upplýsinga.

    Sam­kvæmt grunn­skóla­lög­um frá 2008 ber skóla­nefnd­um sveit­ar­fé­laga að fylgjast með því að öll börn á aldr­in­um 6 - 16 ára í sveit­ar­fé­lag­inu njóti skóla­vist­ar/lög­bund­inn­ar fræðslu. Lagð­ar voru fram upp­lýs­ing­ar um börn með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ í októ­ber 2020 (töl­ur frá 2010 fylgja með til fróð­leiks).

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30